Uppsögn leigu, nýr leigusamningur og húsgögn

Við sögðum upp húsnæðinu í dag, það gekk vel enda indælt fólk sem við höfum leigt hjá í tvö ár. Á morgun skrifum við undir nýjan leigusamning, gleði.

Nú eru það húsgögnin sem eiga hug okkar. Ég er meira á þeirri skoðun að fá gamla sófann sem við höfðum á Akureyri til Reykjavíkur en Eygló langar frekar að kaupa nýjan í Rúmfatalagernum, reyndar myndi ég samþykkja það hiklaust ef hann færi á tilboð einsog hann hefur svo oft gert áður. Síðan eru það önnur húsgögn sem okkur vantar, hillur, eldhúsborð eldhússtólar og jafnvel stólar í stofuna. Við höfum fengið tilboð um húsgögn en sökum veikinda höfum við ekki haft tækifæri til að skoða málið, að venju þá er Eygló mun kröfuharðari en ég í þessum málum. En þetta blessast allt. Fjármálin hjá okkur ættu að öllu leyti að vera í lagi ef allavega annað hvort okkar fær hlutastarf í vetur, ef við fáum bæði starf verðum við vel stödd.

Framtíðin er full af tækifærum.

(var þetta nokkuð of dramatískt?)