Annað símaat

Í vinnunni á laugardaginn var ég plataður til að gera símaat. Mér var réttur sími sem var að hringja til einhvers Árna og mér var sagt að segja eitthvað við hann.

Náunginn svarar:
Árni „Já, halló“
Ég:“Er þetta Árni?“
Árni:“Já“
Ég:“Ég ætla bara að segja þér eitt, ég vill ekki að aumingjar einsog þú séu að snerta systur mína!“
Árni:[hálfskelkaður]“Er þetta Ingi?“
Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi sagt eitthvað sniðugt við þessu, mér datt reyndar ótalmargt í hug en ég fór bara í hláturskast með vinnufélögum mínum þannig að ég gat ekkert sagt og skellti því á.

Annars er ég ekkert endurhæfður, á meðan ég skrifaði þessa færslu var ég að tala við Mumma í spjallforriti og hann sagði að hann þyrfti að hleypa Þjóðverja í tölvuna. Ég beið þolinmóður og skrifaði síðan „schweinhund“, ég fékk þetta til baka: „hehe.. .hann segir að það sé skrifað „schweinehund“ :)“

Leave a Reply