Mér fannst skondið að hlusta á útvarpið í gær þar sem var verið að tala um hvalveiðar. Þar var talað við einhvern hjá Greenpeace sem sagði (“hélt því fram” var sagt í fréttunum) að það væri bara yfirskyn að veiðarnar væru í þágu vísindanna. Seinna var talað við einhvern Samfylkingarþingmann sem sagði að það væri gott að byrja á einhverju svona til að prufa viðbrögðin. Greenpeacenáunginn og Samfylkingarþingmaðurinn sögðu semsagt báðir að vísindaveiðar væru yfirskyn en engum fannst nauðsynlegt að segja að Samfylkingarþingmaðurinn “héldi þessu fram”.
En hvað um það. Mér er sama þó hvalur sé veiddur, allavega þessar tegundir sem eru vel staddar, bara að reyna að halda þessu aðskildu frá hvalaskoðuninni. Hugsanlega með að hafa veiðibann á vissum svæðum.
Mér finnst líka alltílagi að Kínverjar borði hunda, mér er ægilega illa við að einhverjir viðkvæmir gæludýraeigendur á Vesturlöndum séu að væla yfir þessu þegar þeir komast að því að menningin er ekki alls staðar eins. Svo lengi sem þetta er ekki þinn hundur þá geturðu ekkert kvartað.
Nú geta Hjörvar og Árný gefið dóttur sinni hrefnukjöt sem ætti að verða skemmtilegt að útskýra.
Ég borða hvorki hund né hval enda er ég gikkur.