Kertafleyting

Kertafleytingin í gærkvöldi fór vel fram, enda við fáu öðru að búast. Sá haug af fólki sem ég hef ekki séð lengi, fleiri bloggara en ég get talið upp. Við fórum líka með bæði Evu og Svenna með okkur. Ég og Palli eyddum heillöngum tíma í að elta uppi Stefán en síðan kom í ljós að hann hafði fundist örfáum sekúndum eftir að við rukum af stað. Og Stefán gleymdi merkinu! Varð að gefa Evu mitt. Eva hafði reyndar þegar fengið eitt “Halldór í herinn og herinn burt” en það var sérstaklega ætlað pabba hennar sem er frá Hriflu (þó ekki skyldur hinum fræga en samt í Framsóknarflokknum).

Var reyndar frekar slappur í gærkvöldi því ég þurfti að fara leiðinlegra verkefni en vanalega í vinnunni.

Myndirnar tókust ekkert sérstaklega vel í gær en hér er allavega ein.