Nú hef ég verið að pæla í einu. Allt sem er gefið út á Íslandi fer á tvö skilaskyldubókasöfn og þar getur almenningur skoðað það. Tekjublað Frjálsrar Verslunnar er bara til sölu í ákveðið marga daga vegna einhverra reglna (minnir mig). Hvernig hefur þetta áhrif á eintökin sem var á bókasöfnin? Eru einhverjar sérreglur um það? Dagblöðin birta svosem svipaða lista og en eru væntanlega aðgengileg á bókasöfnum löngu eftir að það má birta þessar upplýsingar. Hvernig er leyst úr þessu?