Menningarnótt

Ég hafði planað að gera ekkert á Menningarnótt en líklega þá skrepp ég niðrí bæ í afmælisveislu, ekki mjög langt stopp reyndar þar sem Eygló verður þá nýkominn úr vinnunni og fer aftur í vinnuna á sunnudag. Ég hef frekar lítinn áhuga á þessum tónleikum sem eru þarna, engar hljómsveitir sem ég fíla. Spurning síðan hvort maður gangi ekki bara niðureftir eða taki strætó. Í fyrra eyddum við nefnilega óhóflegum tíma föst í umferðarhnút.

Er annars eitthvað spennandi að gera? Hanga fyrir utan Tryggingamiðstöðina heila daginn kannski?