Hvalveiðiskoðun

Í fréttunum var talað um að það væri erfitt að veiða hvali vegna þess að bátar með fréttamönnum væru of nálægt. Eygló kom þá með frábæra uppástungu, hvalveiðiskoðun. Þetta myndi slá í gegn, fullt af nötturum gætu komið hingað til að sjá hvalina veidda. Til að gera þetta meira spennandi væri hægt að sleppa nákvæmnisskotum og reyna að fá smá Jawsfíling í þetta, almennilegan eltingaleik. Síðan geta ferðamennirnir étið hval eftir á. Algjör snilld.

Það væri hægt að rukka ógnarfjárhæðir fyrir þetta. Síðan heldur fólk því fram að ferðamennska og hvalveiðar geti ekki virkað í sameiningu.