Ég náði ekki að angra dr. Ármann í TopShop með spurningu um kynhneigð Tinna en þá er komið að því að spyrja hann að spurningu sem er mun betri. Spurning sem er tímabær og góð.
Hvað í ósköpunum þýðir orðið „Skonrokk“? Ég hef velt þessu reglulega fyrir mér í nærri tvo áratugi en veit ekki svarið.
Ef einhver hélt að doktorinn væri Gunni þá geta hinir sömu samt glaðst yfir því að spurningin tengist vissulega rokkdoktornum.
Við þetta má bæta að faðir minn lét einu sinni gabbast til þess að kaupa skonrok í bakaríi, nafnsins vegna. Þetta reyndist lítt girnilegt.
Er dvergabrauð bragðvont?
Skonrok er „sérstök teg. af hörðu brauði sem geymist lengi“ skv. Íslensku orðabókinni. Gamli sjónvarpsþátturinn hét „Skonrok(k)“, en nýja útvarpsstöðin okkar Sigurjóns heitir Skonrokk.
Gott að fá svona ítarleg svör. Er skonrok þá hugsanlega líkt dvergabrauði?
Jamm, og það hart undir tönn að dugir vel sem vopn í ryskingum.
gód spurning..?