Hvalveiðifarsinn

Þegar maður er að fylgjast með þessu rugli með hvalveiðibátana sem skjóta ekki meðan fréttamannabátarnir sjá til þá dettur manni í hug nokkrar ástæður fyrir þessu. Líklegast þykir mér að hvalveiðimennirnir treysti sér ekki til að ná drápi í einu skoti og vilji ekki að fréttamenn nái myndum af misheppnuðum skottilraunum. Ef ég ynni hjá Hafró þá hefði ég boðið fréttamönnunum í borð um einn bátinn og síðan farið með hann á slóðir þar sem engir hvalir væru svo þeir væru ekki að trufla hina.