Lesendur mínir góðir – þið á teljaranum

Lesendur mínir heilla mig og hræða. Þegar ég skoða teljarann og sé frá hvaða léni þeir koma þá pæli ég í hver það sé. Ég þekki suma um leið (í sumar hefur ku.dk verið algengt) en aðra þekki ég bara á því að þeir koma frá sjaldgæfu léni. Hugsa oft hvað allt þetta fólk sé að vilja hérna. Ég fæ ótal heimsóknir frá fólki sem ég veit ekkert um.

Ég veit að nokkrir eru leiðindapúkar sem vilja bara að hneykslast á mér (get a life), það fólk mætti endilega hætta að sóa bandvíddinni hans Palla. Allir aðrir eru velkomnir en ég velti þessu samt fyrir mér. Leiðist ykkur í vinnunni? Er ég eini sólargeislinn í lífi ykkar (mikilmennskubrjálæði)? Er ég einfaldlega stundum skemmtilegur þannig að þið kíkið hér örsnöggt inn til að sjá hvort ég sé sniðugur í dag?
Er maður að brjóta “fjórða vegginn” (svo maður fái að láni hugtak úr kvikmyndum) með því að spjalla svona um lesendur við lesendur?