Tilhlökkun

Ég var að skoða stundaskránna mína fyrir veturinn, hún virðist að mestu vera fín, hlakka afar mikið til að fara í skólann. Þrátt fyrir tilhlökkun mína um að fara í skólann þá er ég líka að spá í að vinna meira en ég var áður að pæl. Ætla að reyna að fá vinnu á föstudögum líka af því sá dagur er stuttur og um miðjan október hættir sá eini tími sem ég er í þá.

Ég á 7 daga eftir í vinnu, 3 á dagvakt og 4 á kvöldvakt, mig hlakkar til þegar ég þarf ekki lengur að vakna og vinna heldur vakna og fara í skólann (eða vakna og bara slappa af). Ójá.