Talvan í hassi

Þegar ég kom netinu loksins á stað þá hætti stóri harði diskurinn minn að virka. Ég efast reyndar um að hann sé alveg dauður en þetta er böggandi. Ef illa fer þá verð ég að grafa upp ótal diska með afritum af mp3 lögunum mínum, eða rippa allt upp á nýtt. Djöfull. Var reyndar hvorteðer að fara að kaupa stærri disk en þetta var nú alveg óþarfi. Kaupi nýjan á morgun og reyni síðan að laga vonda diskinn.

Man annars þegar ég keypti 13 gig diskinn og mér fannst einsog hann væri svarthol sem endalaust væri hægt að troða í, kallaði hann þess vegna Blackhole, skipti honum reyndar í Litlu og Stóru Holu. Næst keypti ég mér 60 gig disk sem er nú til vandræða, reyndar var hann líka til vandræða þá og því fékk hann nafnið Trubelmaker (og stendur enn undir nafni).

Hvað mun sá nýji heita? Hver veit? Eitthvað sem hæfir persónuleikanum.