Á spennandi fundi

Fór áðan á fund í staðinn fyrir að fara í Aðferðafræðina. Þetta er semsagt skorarfundur hjá Bókasafns- og Upplýsingafræði og ég fór þangað af því ég er skorarfulltrúi fyrsta árs nema. Ég vissi ægilega lítið um hvað ég ætti að gera á þessum fundi. Ég var nú frekar þögull (ekki þegjandi) á fundinum enda ekki búinn að læra á þetta.

Margt spennandi var tekið fyrir og þar er helst að nefna plan að ráðstefnu (ekki í náinni framtíð reyndar) þar sem annar aðalfyrirlesarinn mun fjalla meðal annars um ritskoðun og höfundarrétt á Internetinu. Þó ég megi örugglega ekki segja hvers vegna þá var hún Salvör nefnd á einu plaggi sem gekk um á fundinum.