Nauðsyn þess að svara ekki

Ég var einu sinni á Simpsons póstlista sem fór allt í einu rugl þegar nýr notandi byrjaði að senda inn svör við öllum póstum sem komu þar inn. Eftir að hafa spurt hann út í þetta þá kom í ljós að náunginn leit á það sem almenna kurteisisvenju að svara hverjum einasta tölvupósti sem hann fengi. Ég og fleiri gagnrýndum hann þar til hann hætti þessu (fyrst kurteislega, en það hafði enginn áhrif, hann svaraði bara hverju einasta gagnrýnisbréfi fyrir sig). Eftir á fengum reyndar eftir á skammir fyrir frá einhverjum á listanum fyrir að hafa hrakið náungann á brot en mér fannst þetta réttlætanlegt, það þarf að kenna svona fólki hvernig netið virkar.

Póstlisti með cirka 30 póstum á dag var kominn yfir 80 pósta á dag. Það var nógu slæmt að hafa einn svona notanda á listanum en ég velti fyrir mér þeim möguleika að það kæmust tveir svona notendur á sama póstlistann, engum umræðuþráð myndi nokkurn tíman ljúka, þetta yrði einfaldlega endalaust flæði af pósti milli tveggja notenda (og tölvupóstkerfi heimsins einsog við þekkjum það myndi að lokum hrynja).

Ég þyrfti samt að svara meira af þeim tölvupósti sem ég fengi.