Neyðarlegt tilfelli við kassann

Við fórum í búðir í dag. Fyrst var það Góð Hirðirinn þar sem ég fann ekki neitt. Síðan Hagkaup þar sem kom í ljós að kakóið sem ég hef verið að kaupa síðustu mánuði er ekki lengur til, verður líklega ekkert til aftur. Þetta er einsog einhvers konar samsæri gegn mér.

Við fórum næst í Bónus og keyptum mikið af drasli til að nota í bakstur. Þegar kom að kassanum þá kom upp vandamál. Búið að skanna allt og þá kemur í ljós að það er ekki næg inneign á kortinu mínu fyrir þessu og við vissum að það væri ekki nóg inn á kortinu hennar Eyglóar. Reyndum að láta taka minna af kortinu svo við gætum tekið hluta af mínu og hluta af Eyglóar en fékk nokkrar hafnanir í röð. Ég fór í hraðbanka með kortin okkar beggja og náði að fá upphæðina rétta út, þá þurfti að skanna allt inn aftur. Þetta er örugglega með því leiðinlegasta sem getur komið fyrir mann, sérstaklega þegar maður veit að það er nægur peningur til hefði maður verið nógu snjall til að athuga það áður en farið var í búðina. Bah!
En nú er hægt að fara að baka og steikja franskar.