Ægilega finnst mér Kristján Kristjánsson glataður, talandi við Halldór Guðmundsson um væntanlega bók hans um Laxness. Kristján var sífellt að tala um að vinstri menn kvörtuðu um leið og væri talað um kommúnisma Laxness sem er augljóslega ósatt, við vitum allt um skoðanir Laxness, það er bara svoltið glatað þegar sumir taka sig til og fjalla um skoðanir Laxness í því skyni að réttlæta sínar eigin.
Mér finndist mun áhugaverðara að tala almennilega um gæði bóka Laxness, þá fer nefnilega hið raunverulega væl af stað. Það má ekki tala illa um nokkuð verk Laxness opinberlega án þess að fá yfir sig endalausar skammir en ef maður spjallar um þetta í litlum hópi þá finnur maður að það er engin sátt um snilligáfu Laxness.