Edduverðlaunin og almennilegar kvikmyndir

Edduverðlaunin voru í kvöld, mér var ekki boðið, ég var ekki tilnefndur fyrir neitt og ég horfði ekki á. Ég kaus hins vegar. Ég kaus Mótmælanda Íslands sem heimildarmynd ársins, mér þótti það að vísu undarlegt að hún var þarna þó hún hafi ekki verið sýnd ennþá. Ég kaus síðan sjálfan mig sem sjónvarpsmann ársins en þar var um að kenna fljótfærni í kosningu.

Mér ætti að vera skítsama hverjir unnu en því miður hef ég álit. Popppunktur hefði átt að vinna, Sjálfstætt fólk er skítaklisjuþáttur með hundleiðinlegum klisjuvæmnisömurlegheitsstjórnanda. Edda Björgvins vann ekki en það er nógu ömurlegt að hún hafi verið tilnefnd, sömuleiðis með Ladda. Gísli Marteinn Baldursson er ekki sjónvarpsmaður ársins, hann hefur örugglega kosið sjálfan sig einsog ég.

Kvikmyndakvöldið gekk hins vegar vel þó Danni hafi verið sá eini sem entist þrjár myndir, hlakka til næsta kvölds. Marxbræðurnir rúla! Danni fær annan plús fyrir það að hafa sent póst á póstlistann, það verður einhver að koma umræðum af stað.