Ég hef núna í annað skiptið ákveðið að eyða einhverju kommenti sem hefur komið hingað inn. Síðast gerði ég það á þeirri forsendu að þar var kominn einhver sem ég vildi ekki að vera að kommenta hjá mér og líka af því hann var bara með almennt skítkast út í einhvern sem hafði líka verið að kommenta hjá mér.
Í þetta skiptið eyði ég út kommenti frá náunga sem notaði ekki rétt tölvupóstfang og gaf ekkert í skyn um hver væri þarna á ferðinni, hann var líka með skítakomment út af minniháttar málfarsvillu hjá mér, ekki bara að benda á að ég væri með vitlausa orðnotkun heldur kallaði hann mig „málhaltan vesaling“. Nú er mér eiginlega alveg sama hvað fólk kallar mig en þegar það notar nafnleynd við það þá verð ég pirraður. Ég byrjaði reyndar á því að svara þessum náunga einfaldlega en ákvað síðan að betra væri bara að eyða þessu rugli út. Mín síða, mín ritstjórn, þeir sem skrifa í kommentakerfið mitt eiga að átta sig á þessu.
Það hafa komið 360 komment á þessa síðu en ég hef núna tvisvar eytt einhverju, það er bara ágætt hlutfall. Kannski að taka fram að ég eyði sjálfkrafa þeim kommentum sem koma inn oft en það er náttúrulega allt annað mál.