Talsmaður segir að…

Mér finnst ægilega pirrandi þegar sagt er í fréttayfirliti eða kynningu fréttar að einhver talsmaður hafi sagt eitthvað en þegar fréttin er keyrð í gegn þá kemur í ljós að það fréttamaðurinn lagði talsmanninum þessi orð í munn. Þetta gerist yfirleitt með þeim hætti að fréttamaðurinn spyr:”mætti segja að [einhvað grípandi]?” og talsmaðurinnar játar því. Talsmaðurinn sagði þetta aldrei, hann játti því en sagði það ekki. Mér finnst einsog að ein fréttakonan á RÚV geri þetta ægilega oft.