Fjöltengi!

Ég var í Lögbergi í dag og sá þar auglýsingu frá Röskvu þar sem var eitthvað verið að tala um millistykki. Ég var ekki að fatta þetta og þurfti að rýna svoltið í myndina til að fatta að þetta var fjöltengi. Ægilega þoli ég ekki svona heimsku. Millistykki er eitthvað sem þú notar yfirleitt bara þegar þú ert að fara til útlanda eða ert með útlenda kló hér á landi.

14 thoughts on “Fjöltengi!”

  1. Humm… Ef það er einsog fjöltengi en bara með einu þá er það bara framlengingarsnúra. Millistykki eru aldrei með snúru. En þú tókst ekkert fram með það hvort það væri snúru og ég veit ekki alveg hvað þú varst að tala um.

  2. Þegar þetta fólk er búið að fara og semja um afslátt á fjöltengjum þá hefði maður haldið að það hefði í leiðinni stórkostlegt tækifæri til að komast að því hvað fyrirbærið heitir.

    Ég er ekki að segja að allir sem nota orðið millistykki í staðinn fyrir orðið fjöltengi séu heimskir (því þá væri ég líklega að fella dóm yfir hálfri þjóðinni).

  3. Mér finnst verra að segja “Ég var ekki að fatta þetta …” en að rugla saman orðunum millistykki og fjöltengi. Svona er toppstykkið á mér skrítið.

  4. Einsog ég segi þá er allt í lagi að rugla þessu saman en þegar fólk á að vita betur, þegar þú ert að auglýsa eitthvað þá ertu kominn yfir strikið.

  5. Millistykki er náttúrulega ekkert annað en eitthvað stykki sem fer á milli eins stykkis og einhvers annars. Þannig að fræðilega séð getur það alveg verið framlengingarsnúra eða fjöltengi. Ég held að Gneistinn sé eitthvað bara að gera ráð fyrir að það sem hann hafi alltaf vanist í máli sé eina rétta skilgreiningin á orðinu. Pabbi er t.d. rafvirki (þó að þeir séu nú engir íslenskufræðingar þá eiga þeir nú að vita eitthvað um þetta) og hann skilgreindi millistykki sem framlengingarsnúru, svona með einu tengi á hvorum enda. “Millistykkin” sem gneistinn talar um kallaði hann annaðhvort breytistykki eða spennubreyta (eftir því hvort það breytti spennu eða ekki). Án þess þó að fullyrða nokkuð. Kannski orðabók geti leyst þennan ágreining.

  6. Palli, hvernig skilgreinir þú orðið stykki? Það passar nefnilega ekki að nota orðið stykki yfir fjöltengi né framlenginarsnúru, það eru hins stykki á hvorum enda (kló og hulsa ef um er að ræða framlengingarsnúru). Þó að fólk sem teflir ekki kalli riddara “hestinn” þá þýðir það ekki að það sé rétt (þó ég skilji hvað það á við).

    Spennubreytir er ekki millistykki, spennubreytir er tæki.

  7. Stykki er bara einhver einn hlutur. Ég meina, þú kannski hugsar um klónna og hulsuna sem sitthvorn hlutinn, en kannski er framlenginarsnúra bara eitt stykki. Allt spurning um hugsunarhátt. Ef það er útí það farið þá eru fullt af stykkjum í klónni (tveir málmpinnar, skrúfur og tvö plasthulstur ásamt einhverju til að halda snúrunni).

    Flott að þú sjáir spennubreyti ekki sem millistykki en þannig séð gæti hann nú fallið undir slíka skilgreiningu, ekkert nema bara einhver víraflækja utanum málmklump. T.d. segir fólk líklegast við sölumanninn: “Ég ætla að fá eitt stykki spennubreyti,” en ekki: “Ég ætla að fá eitt tæki spennubreyti.” 😀 Þar sem ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af því hvernig íslensk orð “höndla” nýjstu tækni og svoleiðis, þá mætti kannski segja að orðið millistykki merki “adaptor” í enskunni. Þá er orðið orðið að mikið yfirgripsmeira orði en fólk á að venjast og tekur líka til tækja, eins og þú virðist ekki vilja láta það ná yfir.

    Upphaflega málefnið var þó að Röskva birti mynd af fjöltengi og talaði um millistykki. Þeir gætu allt eins ekki hafið fundið mynd af millistykki og því bara sett mynd af fjöltengi í staðinn.

  8. Hmn… nú þegar ég les þetta yfir kem ég auga á nokkrar stafsetningavillur og typos. En við látum þær liggja á milli hluta (eða stykkja :).

  9. Takk fyrir Gneistann Óli.

    Talandi um orðanotkun, þá var ég um daginn staddur í verslun hjá úrsmið. Það var ekki komið að mér svo ég dundaði mér við að hlusta á það sem fram fór. Á undan mér var kona sem sagði við úrsmiðinn að bakteríurnar í úrinu væru farnar. Ég sperrti eyrun og hélt fyrst að ég hefði misst af stórkostlegri uppfinningu, einhvers konar lífrænum úrum, en fljótlega kom í ljós að frúin átti við rafhlöður. Ég spurði úrsmiðinn að því hvort þetta væri algengur misskilningur hjá fólki og sagði hann að hann heyrði þetta ótrúlega oft.

    Gormur

  10. Geta millistykki ekki líka verið svona ,,lengingarstykki”? Það var til svona græja heima hjá mér sem var svona eins og fjöltengi nema bara með einu gati og það var alltaf kallað millistykki á meðan fjöltengi voru fjöltengi 🙂

Lokað er á athugasemdir.