Það er eitthvað ægilega White Trash að horfa á Survivor og ennþá verra að skrifa um þáttinn en þetta var ægilega skemmtilegt. Ég hef reyndar ekki horft á Survivor síðan í annarri seríunni og það er eina serían sem ég hef horft á fyrir utan þessa.
Eftirminnilegir keppendur (reyndar bara örfáir sem ekki komast á listann):
Rubert var ægilega skemmtilegur og ég hélt með honum þó hann hefði aldrei getað unnið. Rubert snýr náttúrulega aftur í Survivor All Stars.
Christa var svoltið pirrandi til að byrja með en þegar hún hélt ótrúlega lengi út haldandi á einhverjum sekkjum á stöng þá varð ég veikur fyrir henni.
Osten var hræðilega ömurlegur en það var ekki annað hægt að hlæja að: „Ég er að drukkna“ – „Ég er að fá lungnabólgu“ – „Líkami minn er að gefast upp“. Andlegur aumingi.
Andrew Savage var alveg ágætur, pirraði mig stundum hvað hann var bitur.
Tijuana hefði getað komið miklu betur útúr þessu ef hún hefði ekki lent með vonleysingjum og hefði hún plottað betur í seinni helmingnum.
Ryan O var jafn óheppinn og T.
Burton var ömurlegur alltaf, mér fannst hrikalega leiðinlegt þegar hann kom aftur inn.
Jon var skemmtilegastur fyrir utan Rubert, hann gerði þetta miklu skemmtilegra. Get í raun ekki hatað hann einsog ég ætti að gera. Ótrúlega fyndið hvað hann var að segja að konurnar gætu ekkert þegar hann sjálfur vann aldrei neina keppni, tapaði síðan fyrir vælandi kellingu.
Lill vældi og vældi og vældi og vældi og vældi og vann síðan einu sinni nokkuð flott. Tapaði á ömurlegri vælu ræðu.
Darrah var endalaust í bakgrunninum og kom inn með komment með suðurríkjahreim frá helvíti. Flott samt þegar hún kom allt í einu og vann þrjá í röð.
Sandra var mitt uppáhald eftir að Rubert datt út, hún var svo kjaftfor og skemmtileg, heiðarlega kjaftfor. Strax í fyrsta þætti byrjaði hún sterkt með því að prútta og kaupa. Átti algerlega skilið að vinna.
Það lá samt við að ég hætti að halda með Söndru af því að hún var svo vitlaus að falla tvisvar fyrir vitleysunni úr Jon.
Ég gerði ekkert grín að honum í færslunni, bara sagði að hann væri frá helvíti, ef þú kemur í heimsókn þá skal ég gera grín að honum einsog ég hef ég gert í allan vetur.
Sammála hverju orði. Og hei, hann var nú ekki kallaður gæðablóð fyrir ingenting.
Ekki gera grín að hreimnum frá Missisippi!
Missisippi er nú ekki helvíti, þótt eflaust séu til betri staðir á jörðu.