Bókamarkaðurinn er mjög fínn

Bókamarkaðurinn var mjög fínn, ég hefði getað eytt miklu meiri pening þarna en náði að hemja mig. Fyrsta bókin sem var ákveðið að kaupa var Sál Aldanna sem fjallar um íslensk bókasöfn í gegnum tíðina, hún kostaði bara 400 og því mjög góð kaup. Ég keypti dáltið af bókum sem eiga að hjálpa mér í baráttunni við trúarnöttarana, um þær verður fjallað seinna.

Ég keypti mér örþunna bók sem heitir Að skilja heimspeki Descartes á 200 kall, ef hún virkar þá er spurning hvort heimspeki Descartes sé þess virði að skilja hana.

Ég keypti eina eintakið af ljóðabók Sverris Páls Þú og heima sem var á fáránlega lágu verði.

Ég keypti síðan bókina Í leit að konungi eftir Bloggara Dauðans, einnig á afar lágu verði.

Síðan keyptum við bókina Blót í norrænum sið.

Þetta var semsagt mjög góð ferð…