Undarlegur dagur

Ég svaf í þrjá tíma í nótt, fór í skólann, kom heim, fór að skrifa, skrifaði til klukkan 18:00, fór í sturtu, fékk fólk í heimsókn, kláraði að skrifa, skilaði ritgerðinni, kíkti í DV, fékk áfall, spjallaði, jafnaði mig, fór á tónleika, kom heim og enda af einhverjum ástæðum í því að skrifa færslu um þetta allt.

Ég skrifaði semsagt um 2300 orð á innan við sólarhring og náði líka að fínpússa ritgerðina. Árangur. Mig grunar hins vegar að sá tími sem ég eyddi til að dunda mér þessa viku hafi ekki verið sóað heldur verið nauðsynlegur þáttur í að byggja upp ritgerðina.

Ég gleymdi líka að minnast á að ég skrifaði grein sem spyr Hvers vegna geta vísindin ekki mælt guð?.