Eivör í stúdentakjallaranum

Við fórum í hópferð í Stúdentakjallarann að sjá Eivöru syngja og spila. Einsog vanalega mættum við Eygló fyrst og náðum að taka, við enduðum síðan 8 (9 með pabba Nils) með 5 sæti. Það var nefnilega svoltið mikið af fólki þarna, troðfullt reyndar. Ég tók nokkrar myndir af Eivöru og sýndi fólkinu í kringum mig sem var ekki nógu hávaxið til að sjá hana.

Hljóðkerfið var ekki alveg að þola Eivöru á köflum en skemmdi ekki upplifunina. Hún tók mörg lög sem ég hafði ekki heyrt hana taka áður og flest voru þau stórkostleg.