Afmæli hjá Svenna

Jæja, við fórum í afmæli til Svenna og gáfum honum Leonardo & co. Þarna var mikið af fólki en fæst þeirra skiptir máli þar sem það les ekki þessa síðu. Jóhanna dyggasti lesandi Eyglóar var þarna en einnig Stefán Pálsson og Steinunn Þóra. Ég held að við höfum einmitt fyrst hitt þau skötuhjúin (ekki orð sem ég nota dagsdaglega) í fyrsta sinn í afmæli hjá Svenna fyrir tveimur árum (þar var hljómsveitin Týr heitasta umræðuefnið).

Stefán kvartaði sáran yfir því að hafa verið rekinn úr hljómsveitinni sinni sem er einmitt að fara að slá í gegn á næstu vikum. Gettu Betur var mikið í umræðunni en Norðfirðingarnar ræddu einnig töluvert um líkfundarmálið mikla.

Stefán hvíslaði líka að mér viðvörunarorðum um vefritaskrif. Merkilegt annars að ég skyldi ekki hafa tekið eftir að bæði hann og Palli hafi hvatt Múrinn einsog Ármann. Það var svosem ekki auglýst jafnvel.