Vanmetnar kvikmyndir

Ég byrjaði á þessari færslu 11. desember í fyrra í próftíð, ég ákvað að hætta að skrifa af því ég var að fara í próf, nú er ég að fara í próf á mánudaginn þannig að ég ákvað að klára færsluna. Hér eru fimm *raunverulega* vanmetnar myndir.

  1. Wizards Ralph Bakshi er almennt vanmetin leikstjóri en þessi var hökkuð í spað og var lengi ófáanleg. Löngu eftir þriðju heimsstyrjöldina berjast bræður sem eru töframenn í heimi sem inniheldur stökkbreytt skrýmsli og álfa. Brilljant alveg. Maltin gefur eina og hálfa stjörnu.

  2. Let it Ride Hér mynd sem nær enginn kannast við. Richard Dreyfuss leikur fjárhættuspilara sem ætlar að hætta í ruglinu þegar hann fær stórkostlegt tækifæri. Maltin gefur tvær stjörnur.

  3. Finders Keepers Jim Carrey í einu af sínum fyrstu (ekki stóru hlutverki) kvikmynd. Annars þá er þetta farsi frá manninum sem gerði A Hard Days Night. Þó Jim Carrey fari nálægt því að stela myndinni þá er lestarvörðurinn bestur. Maltin gefur tvær stjörnur.

  4. Rustlers’ Rhapsody Söng-gaman-kúrekamynd með Tom Berenger (sem fáir kannast við) og Matlock. Góði náunginn ríður inn í lítinn bæ í vestrinu og bjargar öllu, fær sér rætur í leiðinni. Maltin gefur tvær stjörnur.

  5. The Bonfire of the Vanities Mynd byggð á skáldsögu Tom Wolfe og var á sínum tíma dæmd á forsendum bókarinnar, bókin talin snilld en myndin rusl, ekki hjálpar að skrifuð var bók um gerð myndarinnar. Myndin fjallar um Sherman McCoy (Tom Hanks) sem verður miðpunktur hneyslis og blaðamanninn Tom Fallow (Bruce Willis). Fín mynd alveg, ekki snilld en alls ekki rusl. Á IMDB fær myndin 4.9 en Maltin gefur lægstu hugsanlegu einkunn BOMB (Bottom of the Barrel).