Einhæft sjónvarp

Við vorum að flakka á milli sjónvarpsstöðva áðan og þá kom svoltið skondið í ljós, við skoðuðum fjórar stöðvar – Skjáeinn, Sjónvarpið, Stöð 2 og Sýn – og í einni myndinni var bara samansafn af fólki sem var á hinum stöðvunum. Náunginn sem lék pabbann í American Pie var bæði í Lampoon’s Vacation á S1 og í einhverri bjánalegri körfuboltamynd, í körfuboltamyndinni var lið að spila sem var líka að spila á Sýn og þar að auki var einhver krakki í bæði á RÚV og Stöð 2 (þar á meðal í körfuboltamyndinni). Við drógum þá ályktun af þessu að það væru í raun mun færra fólk í Bandaríkjunum en almennt er talið.