Í öllum þeim umbreytingum sem hafa verið hérna á heimilinu undanfarið þá hefur Eygló verið skæð. Í dag átti að henda gömlum húsgögnum sem ég hef átt heilllengi, hvítri Rúmfatalagershillu og tveimur bútum úr gamla Rúmfatalagersskrifborðinu mínu. Ég nýtti þetta skrifborð vel, fyrst fóru hillurnar ofan af því og voru notaðar sem videohillur, seinna var borðplötunni hent, síðan hillunum. Skápur og kommóða sem voru undir hafa lengi verið notaðar einar og sér.
Núna ætlaði Eygló að hendu hvoru tveggja. Raunar er skápurinn ekki lengur skápur þar sem hurðina vantar (hurðin var einu sinni notuð sem stofuborð ef ég man rétt). Ég gaf eftir skápinn fyrrverandi en ég náði að bjarga kommóðunni á síðustu stundu með því að finna pláss fyrir hana í forstofunni. Nú er þessi eini bútur af gamla skrifborðinu notaður undir drasl „í bili“, Eygló er ennþá í hendistuði.