Guðfræðinemarnir mættu ekki

Þetta var vel heppnað hjá okkur í kvöld, fyrirlesturinn vakti upp spurningar og umræðan stóð í rúman klukkutíma eftir á og þá rak ég fólkið út þar sem við höfðum salinn ekki nema til 22:00. Bömmerinn var samt að þetta voru eiginlega bara trú- og guðleysingjar. Ég held að guðfræðinemum hafi verið sent sérstakur póstur til að auglýsa þetta en enginn þeirra mætti (allavega enginn sem þorði að gefa sig fram).

Næsti fyrirlestur fer fram eftir áramót, væntanlega Randi fyrirlestur.

3 thoughts on “Guðfræðinemarnir mættu ekki”

  1. Sæll,
    því miður Óli þá var guðfræðinemum ekki sendur póstur um þetta. Alla vega þá barst mér ekki sá póstur það hefði verið fróðlegt að horfa.

  2. Voðalega er þetta hrokafullt og leiðinlegt viðmót Óli, ég skil vel að enginn nenni að ræða við ykkur ef að þetta er það sem mætir manni…

    Ef að menn vilja öðlast skilning á einhverju verður að ræða málin með opnum hug, en ekki á einhverjum átakaforsendum eins og mér sýnist vera lenskan hjá þessum vantrúarfélagsskap.

  3. Hvar er leiðinlega og hrokafulla viðhorfið hjá mér? Titillinn er kannski ögrandi og ég hélt að guðfræðinemarnir hefðu fengið póst (Jón Ómar leiðrétti þann misskilning, eitthvað hefur klikkað í kerfinu). Við hengdum hins vegar upp auglýsingar í Aðalbyggingu HÍ, Árnagarði, Odda, Þjóðarbókhlöðunni og fleiri stöðum þannig að einhverjir guðfræðinemar hljóta að hafa séð þetta.

    Ég vona innilega að við getum fengið trúmenn til að mæta á þær samkomur sem við höldum í framtíðinni enda er oft mikið betra að ræða við fólk augliti til auglitis. Þetta held ég að þeir trúmenn sem hafa spjallað við okkur geti staðfest. Kíktu síðan á Vantrú á morgun, þá birtist grein þar sem ég fjalla svolítið um þetta.

Lokað er á athugasemdir.