Ég hefði átt að vera duglegur að læra í kvöld en þess í stað var ég duglegur í því að fara yfir myndir. Ég er í augnablikinu að senda 240 myndir til framköllunar. Þetta kostar 43$ með sendingarkostnaði, það gerir tæpar 2700 krónur, tollurinn tekur sitt en samt er þetta voðalega notalegt verð. Ég á samt ennþá eftir að fara yfir cirka eitt og hálft ár af stafrænum myndum.
Myndirnar sem verða framkallaðar núna byrja við Reykjavíkurtjörn í ágúst í fyrra, koma við hjá Katalogosi, halda jól, fara til Svíþjóðar, taka þátt í kosningabaráttu og að lokum tvær afmælisveislur. Allt að gerast.