Matti kemur með góðan punkt í umræðuna um trúarbragðakennslu í skólum. Það gæti verið að kröfur okkar séu of litlar:
>Kannski væri eðlilegra og árangursríkara að krefjast þess að tekin sé upp gagnrýnin umfjöllun þar sem miskunnarlaust væri flett ofan af trúarbrögðum, sýnt með rökum að fullyrðingar þeirra standast ekki og að þau skreyta sig með stolnum fjöðrum upplýsingarinnar. Að þær hafi oft slæmar afleiðingar og eru alls ekki forsenda góðrar breytni.
Við höfum hingað til ekki farið fram á meira en hlutlausa fræðslu. Af hverju ætti það ekki að vera þannig að þegar sagt er frá „kraftaverkum“ Jesú að það sé tekið fram að fær sjónhverfingarmaður gæti gert svipaða hlut? Og af hverju ekki að benda á það að boðskapur Jesú var á köflum mjög vafasamur? Er óeðlileg krafa að menntun feli í sér gagnrýna hugsun?