Það er mynd af mér í bókinni Minningar og lífssýn eftir Björgvin Brynjólfsson. Þetta er ekki góð mynd af mér, ég og náunginn við hlið mér erum sönnun þess að sumir eiga að vera með skegg. Ég er ekki alveg viss hvaðan þessi mynd er.
Ástæðan fyrir því að það er mynd af mér þarna er að ég var trúnaðarmaður í SARK, Björgvin stofnaði SARK. Það eru 99 myndir af trúnaðarmönnum þarna, mikið af góðu fólki þar. Til dæmis er Danni þarna, Siggi Hólm að sjálfssögðu, Teitur tannlæknir og að sjálfssögðu skegglausi maðurinn.