Hvað er ég að skrifa um?

Ég hef skrifað hérna í rúm tvö ár, þar á undan hafði ég haldið dagbók annars staðar í um eitt og hálft ár. Ég var núna áðan að fara yfir hve margar færslur eru í hverjum flokk hérna í dagbókinni, áhugaverður er listinn:

1 færsla Óli og fræga fólkið
1 færsla sms
1 færsla Grein
2 færslur Ættfræði
2 færslur Ég er andvígur íþróttum
3 færslur England vor 2005
3 færslur Steypa
3 færslur Teljarafærslur
3 færslur Um mig frá mér til mín
4 færslur Bakstur
4 færslur Stúdentaráð
6 færslur Draumar
6 færslur Matur
7 færslur Ferðasaga
7 færslur Rafmagn
8 færslur Danmerkurferð 2004
8 færslur Flutningar
8 færslur Gettu Betur
9 færslur Eðlilegheit
9 færslur Tækni
9 færslur Útvarp
10 færslur Getraun
10 færslur Íbúðakaup
11 færslur Kaupa, Kaupa!
11 færslur Spil
12 færslur Heimilið
12 færslur Minningabrot
12 færslur Sögur úr lífinu
12 færslur Star Trek
14 færslur Fjölskyldan
15 færslur Jólin
15 færslur Myndir
18 færslur Íþróttir
19 færslur Stríð og Friður
21 færslur Menning
23 færslur Tölvur
25 færslur Skondið
27 færslur Dagbók
28 færslur Netpróf
29 færslur Nöldur
32 færslur Bókmenntir
35 færslur Bókasafns- og Upplýsingafræði
44 færslur Fjölmiðlar
44 færslur Persónulegt
44 færslur Stúdentaráðskosningar 2005
45 færslur Queen
45 færslur Vinna
46 færslur Netið
46 færslur Blogg
47 færslur Vefsíðuvesen
55 færslur Kvikmyndir
67 færslur Stjórnmál
76 færslur Sjónvarp
79 færslur Ísland
98 færslur Tónlist
123 færslur Trú
139 færslur Skóli
267 færslur Almennt
Almennt er á toppnum sem kemur ekki á óvart, kemur í raun frekar á óvart að ég skuli ekki hafa notað það oftar. Skólinn er ofarlega á blaði enda var ég að byrja í skóla þegar ég hóf skrif hér. Síðan koma trúmál en mig grunar að þar sé mikið um vísanir á Vantrú. Tónlist nær fjórða sætinu, síðan Ísland og sjónvarp.

Mest kemur á óvart að ég skrifaði svona mikið um Stúdentaráðskosningarnar. Annars er gott að það er dokúmenterað. Ég þyrfti síðan sjálfur að skrifa fyrir sjálfan mig söguna af því sem gerðist bak við tjöldin, þar á meðal hluti sem ég get varla birt vegna þess að fólk myndi kalla það skítkast.

Óli og fræga fólkið nær ekki nema einni færslu en þær voru margar góðar í gömlu dagbókinni hér á árum áður.