Ég er kominn af vaktinni hjá Unicef en þið getið ennþá hringt þangað og skráð ykkur. Ef þið gerist heimsforeldri þá er ákveðin fjárhæð (1000 krónur eða meira) tekin af reikningi/greiðslukorti ykkar mánaðarlega. Þessi peningur er síðan notaður í ýmis verkefni víðsvegar um heiminn, þetta er ekki „ættleiðið barn“ heldur er þetta notað þar sem þörfin er hverju sinni.
Það er hægt að skrá sig á heimasíðu Unicef. Þar eru líka upplýsingar um hvernig peningunum er varið. Endilega skráið ykkur.
Og skráið ykkur síðan á One.org til að þrýsta á G8 ríkin.
Bara að taka fram að vaktin mín var bara tveir klukkutímar, ekki alvarlegar fórnir af minni hálfu.