Gerist Heimsforeldri

Ég er kominn af vaktinni hjá Unicef en þið getið ennþá hringt þangað og skráð ykkur. Ef þið gerist heimsforeldri þá er ákveðin fjárhæð (1000 krónur eða meira) tekin af reikningi/greiðslukorti ykkar mánaðarlega. Þessi peningur er síðan notaður í ýmis verkefni víðsvegar um heiminn, þetta er ekki „ættleiðið barn“ heldur er þetta notað þar sem þörfin er hverju sinni.

Það er hægt að skrá sig á heimasíðu Unicef. Þar eru líka upplýsingar um hvernig peningunum er varið. Endilega skráið ykkur.

Og skráið ykkur síðan á One.org til að þrýsta á G8 ríkin.

One thought on “Gerist Heimsforeldri”

Lokað er á athugasemdir.