Var að klára að horfa á *A Brief History of Disbelief* með Jonathan Miller. Áhugaverð þáttaröð. Reyndar verð ég að segja að *The Atheism Tapes*, sem er hálfgerð fylgiþáttaröð, hafi verið miklu meira heillandi. Í þeim þáttum voru löng viðtöl, eða samtöl, sem Miller átti við nokkra guðleysingja. Þátturinn með Arthur Miller var eiginlega sá allra mest heillandi en hinir, til dæmis Richard Dawkins, voru líka góðir.
Vona að BBC taka sig til og gefi þetta út á dvd svo maður geti átt þetta í almennilegri útgáfu.