Fyrsti tíminn

Fyrsti tíminn í morgun, Hjátrú, var of seinn útaf umferð og af því ég fann ekki töskuna mína. Böggandi. En síðan komst ég í tíma og kennarinn var svoltið einsog ég var hræddur um að hann yrði. Samþykkti það alveg þegar einhver sagði að trúleysi væri trú og var með hinar og þessar alhæfingar sem ég nennti ekki að svara. Síðan sagði hann að þó fólk segðist ekki trúa einhverri hjátrú þá væri það nú samt þannig að það gengi til dæmis ekki undir stiga. Ég ákvað þá að grípa inn í og sagðist alveg ganga undir stiga og einnig gera hitt og þetta sem væri bannað samkvæmt hjátrú. Ég náði ekki alveg hvað hann sagði næst en ég held að hann það hafi verið eitthvað á þá leið að slík ögrun væri form trúar. Allt er nú trú greinilega, orðið merkingarlaust með öllu.

Ég stefni semsagt á að vera leiðinlegi nemandinn í vetur og svara öllu sem mér þykir ekki vera sannleikanum samkvæmt.

2 thoughts on “Fyrsti tíminn”

Lokað er á athugasemdir.