Sófakoma, gólflistar og eldhússkápurinn

Sófinn er kominn, reyndar smurði IKEA 5000 krónum oná verðið sem var á honum þegar við pöntuðum hann. Flutningamaðurinn var hins vegar indæll. Sófinn er góður. Gamli sófinn er kominn inn í græna herbergið svo Svenni geti gist hérna.

Lesendur mínir eru væntanlega spenntir yfir gólflistamálum og ég bregst ekki. Ég kláraði allt græna herbergið að undanskyldum einum vegg sem virðist vera úr gifsi, ég hafði ekki gert ráð fyrir því. En það vantar bara herslumuninn á að herbergið verði alveg tilbúið.

Ég stefni á að henda upp allavega öðrum eldhússkápnum upp á morgun. Gott að vera í fríi.

Stefnan er að nær allt klárist um helgina og fátt getur komið í veg fyrir það. Hlakka til.