Léleg vinnubrögð hjá “fræðimanninum”

Það hlægir mig að lesa grein Steindórs J. Erlingssonar á Kistunni þar sem hann étur upp sögu um Darwin og Marx. Sama með staðhæfingar hans um að trúleysingjar hafi horfið úr rússnesku samfélagi eftir fall kommúnismans. Sumir eru nefnilega þannig að þeir stökkva á það sem þeim þykir hentugt án þess að athuga hvort það sé í raun satt. Svoleiðis vinnubrögð duga ekki þegar menn leyfa athugasemdir við greinar sínar, einsog á Vantrú. Vissulega þýðir það að ótal hálfvitar koma þar líka en það veldur því líka að maður sýnir aga og passar sig á að fara ekki með fleypur. Annars er grein Steindórs í heild einfaldlega óáhugaverð og ekki þess virði að eltast við allar þær undarlegu staðhæfingar sem hann setur þar fram. Ég hlakka til þegar Steindór kemur loksins úr skápnum og játar að hann sé trúmaður.