Bannað að hlekkja

SMÁÍS er meira en lítið fáránlegt fyrirbæri, þeir sýna það vel og vandlega með þessum undarlegu skilmálum um hverjir megi hlekkja á vef þeirra.

Allar upplýsingar sem fram koma á vef SMÁÍS er eign SMÁÍS, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Óheimilt er að setja krækju (link) á vef SMÁÍS af annarri vefsíðu nema með skriflegu samþykki samtakanna. Skriflegt samþykki SMÁÍS þarf til að endurbirta, afrita eða dreifa upplýsingum sem fram koma á heimasíðu SMÁÍS

Ætli þeir fari í mál við mig? Mér þætti áhugavert að vita á hvaða forsendum þeir þykjast geta bannað þetta.

Sjá einnig: Matti og Hjalið.