Klukk off

Ég var nú alveg að verða bitur yfir því að verða aldrei klukkaður en Hjördís bjargaði mér. Fimm handahófskenndir hlutir um mig.

1. Ég var rétt í þessu að lesa yfir BA-verkefnið hennar Eyglóar minnar, ég fann voðalega lítið af villum (eiginlega engar) og er voðalega stoltur af stelpunni.

2. Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri þá bauð ég mig fram til níu embætta í kosningum, langaði aðallega að koma með smá gagnrýni á kosningarnar. Ákveðnir aðilar sögðu að ég væri að hæðast að lýðræðinu, það er að vissu leyti alveg rétt.

3. Ég er kominn með hugmynd að Mastersverkefni en á eftir að ákveða hvernig BA-verkefnið mitt verður. Þó hef ég reyndar nokkrar hugmyndir um hið síðarnefnda.

4. Matur með osti er góður að mínu mati.

5. Á mp3-spilaranum mínum sem eru lög með þremur hljómsveitum, þær eru 200, Týr og Rammstein.

Var þetta nógu random?
Ég klukka Eygló (sem verður bókasafns- og upplýsingafræðingur eftir rúman mánuð), Matta, Telmu (sé núna hvort hún les bloggið mitt eður ei), Hafdísi (þó hún sé enn í Póllandi) og Helga Heiðar. Þetta fólk verður að koma með fimm handahófskennd atriði um sig.

4 thoughts on “Klukk off”

Lokað er á athugasemdir.