Ó mig auman

Ég er aumur í líkamanum. Ég fékk heiftarlega í magann í nótt sem varð til þess að ég svaf í afar undarlegum stellinugm. Ég hef síðan verið að drepast í bakinu, fótleggjunum, öxlunum og höfðinu í dag. Það er ekki gott.

Ég byrjaði daginn á að fara í útför Anne Clyde. Við Eygló, Halli og Hjördís fórum saman. Það var mikið af fólki í kirkjunni. Kennarar og starfsmenn HÍ voru áberandi, Bókhlöðufólk og nemendur. Síðan var töluvert af útlendingum. Athöfnin var tekin upp og hugsanlega send út á netinu en ég er reyndar ekki alveg viss um það. Allavega var ætlunin að vinir hennar um víða veröld gætu séð hana.

Eftir athöfnina fórum við í erfidrykkju en stoppuðum stutt, alltof mikið af fólki og ég var þar að auki með slæman bakverk. Ég frétti að minningargreinin mín hefði birst í dag, ég hélt að ég hefði verið of seinn að senda hana inn.

Ég lagði mig eftir að hafa skutlað Eygló í vinnuna. Þegar ég vaknaði skutlaði ég Vantrúarbolum og Vésteini í Tónlistarþróunarmiðstöðina. Sjálfur nenni ég ekki að hanga þar með mína verki og ég efast um að ég fari á Þjóðbrókarfund í kvöld. Bara að slappa af svo ég geti orðið hress á morgun.

4 thoughts on “Ó mig auman”

Lokað er á athugasemdir.