Skipulagði maðurinn

Ég er kominn niðrí 14 tölvupósta í innhólfinu mínu. Þetta eru póstar sem eru að einhverju leyti óafgreiddir. Ég er mjög hamingjusamur með þetta. Venjulega eru þeir mikið fleiri. Ég er að nota daginn í að skipuleggja mig og allt sem ég er að vesenast í.

Á eftir verð ég samt að drífa í að klára þjóðsagnafræðiverkefnið en á morgun verð ég að klára fyrirlestur sem ég verð með á fimmtudaginn. Áðan prentaði ég líka út dagskránna mína fyrir það sem eftir lifir annar til þess að Eygló viti hvenær ég er bissí.

3 thoughts on “Skipulagði maðurinn”

Lokað er á athugasemdir.