Rammstein, Brixton og geisladiskavarnabögg

Ég er að horfa á Sonne af dvd’inum sem fylgir nýja Rammstein disknum. Á meðan bendi ég á og segi “þarna hef ég verið”. Rammstein spilaði semsagt í Brixton mánuði áður en ég fór þangað. Enginn skothríð þá reyndar.

Það virðist vera einhver lás á nýja Rammstein disknum sem er óhóflega pirrandi. Ég get ekki rippað hann og hann skippar í græjunum mínum. Þoli ekki fokkings geisladiskavarnir. Núna þarf ég að fara að finna diskinn á netinu og taka hann inn til þess að geta hlusta á hann. Bögg alls bögg.

Eru hálfvitarnir í tónlistarútgáfunni í alvörunni svo heimskir að fatta ekki að þetta helvíti er bara til þess fallið að gera mann fráhverfan geisladiskakaupum?

4 thoughts on “Rammstein, Brixton og geisladiskavarnabögg”

  1. iTunes rippaði hann eins og ekkert væri, en við segjum ekkert frá því. Ég fékk hinsvegar engann DVD disk með mínum, er það einhver spes útgáfa kannski?

  2. Urgh… ég neita að kaupa tóndiska sem eru afritunarvarðir. Ef þetta kemst ekki á iPoddinn minn mega durtarnir eiga diskana sjálfir. Var ekki viðvörun utan á disknum?

Lokað er á athugasemdir.