Forvígismenn fáfræðinnar

Á Netmogganum og Vísi má annars vegar sjá mynd af páfanum og hins vegar Karli biskupi. Biskupinn neitar því að fæðingarsaga Jesú sé helgisögn. Það er bara rangt hjá honum, saga fellur fullkomlega í þann flokk. Báðir tala fulltrúar fáfræðinnar gegn skynsemi. Skynsemi og trú eru ekki tvær leiðir að þekkingu. Trú er leið fáfræðinnar.

Fulltrúar fáfræðinnar nota sömu þreyttu gömlu klisjurnar um að opna hjartað og um „ljós“ trúarinnar. Fari þeir til fjandans. Skynsemi og vísindi eru kertalogi gegn myrkri trúarinnar.

4 thoughts on “Forvígismenn fáfræðinnar”

  1. Figure of speech. Svona svipað og „guð hjálpi mér“, fólk er ekkert að hugsa um hjálp frá guðaverum þegar það tekur svona til orða, ekki heldur gelgjurnar sem nota OMG í tíma og ótíma.

    Því miður er tunga okkar undirlögð þessum endalausu kristilegu skírskotunum. Það þyrfti að vera meira til að hreinum og klárum dónahugtökum til að grípa til í staðinn. „Fari þeir í rassgat“ er t.d. ágætt.

    Glæðum tunguna. Auðgum hana af blótsyrðum sem ekki hafa kristilegan uppruna.

  2. Þú átt verulega bágt og ættir að leita þér hjálpar til að losna við þessa bræði og hatrið. Varstu misnotaður af presti í æsku? Eða jafnvel biskupi?

Lokað er á athugasemdir.