Jæja, ég bókaði tíma til að ræða væntanlegt BA-verkefni mitt við kennara. Ég vona að hún bara samþykki verkefnið svo ég geti farið að undirbúa það. Ég stefni síðan á að ég fari á fullt með verkefni strax eftir Stúdentaráðskosningarnar.
Ég er bara í einu námskeiði á þessari önn og það verður bara kennt í næstu viku. Ég er eiginlega að gæla við að taka einhver fleiri námskeið… En kannski er gáfulegra að eyða bara tímanum í að gera BA-verkefnið vel.
En síðan fer ég núna á fullt að undirbúa MA-námið. Margt sem ég þarf að ákvarða….
Segðu mér – er það þetta þjóðfræði/mannfræði/steypu námskeið sem verður kennt í næstu viku…? ég er að spá í að taka það. jájá.
Menningararfur já, þjóðfræði. Þriggja eininga, kennt fjóra tíma á dag, gestafyrirlesari frá Skotlandi minnir mig, mikið lesefni.