Ég er ennþá tölvulaus og ennþá í daglegum Menningararfi. Mér finnst hið síðarnefnda skemmtilegra. Á morgun er samt síðasti tíminn. Það er búið að vera gaman að vera í daglegu samfélagi við Unni. Við sitjum alltaf saman fremst við kennaraborðið. Við Unnur eigum í fyndnu sambandi þar sem við höfum örsjaldan hist en þó þekkjum við hvort annað nokkuð vel eftir að hafa lesið um hvort annað í allavega þrjú ár (líklega eru nær fjögur ár síðan ég fór fyrst að lesa hana).
2 thoughts on “Menningararfur og undarlegt samband”
Lokað er á athugasemdir.
Smekklega unnin síða. Gerðirðu þetta sjálfur eða sóttirðu þetta á netið?
Sótti þetta á netið. Fiktaði reyndar síðan dáltið í þessu.