Sími í tengslum við tölvu…

Það er indælt að geta samhæft síma og tölvu.  Ég held að ég muni nýta það í framtíðinni.  Ég mun allavega nýta mér möguleika þess að koma myndunum á netið án þess að senda með dýrum myndskilaboðum.  Ég efast þó um að ég sleppi þeim möguleika alveg enda er stundum flott að senda svoleiðis myndir beint.  Ég er núna að prufa að samhæfa símaskránna í símanum við contactlista tölvupóstsins.  Ef það er möguleiki án þess að vera með Outlook allavega.

Það er líka gott að geta losað minni símans reglulega, bakka það upp og svo framvegis.  Ég sendi áðan tvær myndir á hitt bloggið.  Þær eru báðar gamlar.