Sá þennan lista hjá Erlu og þurfti að fylla hann út.
1. Aldrei í lífi mínu: Fer ég í fallhlífastökk.
2. Þegar ég var fimm ára: Dó mamma mín.
3. Menntaskóla árin voru: Bæði góð og slæm.
4. Ég hitti einu sinni: Kenneth Peterson, formann Columbia Ventures álfélagsins.
5. Einu sinni þegar ég var á bar:Kom ég í veg fyrir að Pétur Blöndal fengi bjórglas í hausinn.
6. Síðastliðna nótt: Svaf ég rótt.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: Verður væntanleg sem túristi í Gotlandi, nema að einhver deyji í millitíðinni.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: Geisladiskahillu og DVD skáp.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Gráa veggklukku og lampa
10.Þegar ég verð gamall: Mun ég íhuga að reykja hass.
11. Um þetta leyti á næsta ári: Verð ég vonandi í MA-námi í þjóðfræði.
12. Betra nafn fyrir mig væri: Ég er bara ánægður með nafnið mitt, það er betra nafn.
13. Ég á erfitt með að skilja: japönsku og trú á guð.
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: Ég hæðist að þér.
15. Fyrsta manneskjan sem eignaðist barn í þínum vinahóp er: ég ekki viss hver er.
16. Farðu eftir ráðum mínum: og lestu Fandom of the Operator eftir Robert Rankin.
17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Ristað brauð með osti.
18. Afhverju myndir þú hata mig: Þá þyrftirðu að hafa gert mér eða mínum eitthvað mjög slæmt.
19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: það ætti að fara fram í kirkju.
20. Heimurinn mætti alveg vera án: trúarbragða og reykinga.
21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: reykja.
22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: fyrrverandi bréfaklemmur sem ég hef eyðilagt með fikti.
23. Ef ég geri e-ð vel, er það: að búa til skúffuköku.
24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: fágætar og þá verð ég að vera í frekar spes skapi.
Kemur fyrir að þú sérð eftir atriði númer fimm?
Bara þegar ég er minntur á tilvist Péturs, best að taka fram að ég vissu ekki fyrirfram hver ætti að fá glasið í hausinn.
Forvitnin knýr mig til að spyrja hvernig þetta hafi borið að.
Mig langar í skúffuköku sem þú bakar
Arngrímur, spyrðu mig næst þegar við hittumst.
Telma, verst að þú átt ekki afmæli á næstunni en ég ætti samt að geta bætt við bolluna þína við tækifæri.
arrg, ég þarf að taka þennan upp en nenni því ómögulega núna. Á morgun…
Jei:)