Heimskulegar yfirlýsingar Egils Helgasonar

Egill Helgason segir:

Hann er bölvaður nánasarhátturinn kringum Reykjavík. Hér má helst ekkert framkvæma á meðan er verið að bora jarðgöng fyrir milljarða út um allt land.

Ég spurði Egil hvar í ósköpunum væri verið að grafa öll þessi jarðgöng.  Mig minnir endilega að það sé hvergi verið að bora nema í tengslum við álversframkvæmdirnar fyrir austan.  Egill virðist líka gleyma að hér í Reykjavík er nýbúið að eyða alveg afskaplega miklum peningum í Hringbrautina (sú framkvæmd hefði alveg mátt vera nánasarlegri en þó aðallega gáfulegri).

4 thoughts on “Heimskulegar yfirlýsingar Egils Helgasonar”

  1. Þannig að göngin sem Egill segir að verið að bora um allt land eru tvö sem eru annars vegar tilbúin og hins vegar ekki byrjuð?

  2. Hvað nákvæmlega kemur þér á óvart við það að Egill (eða einhver annar fjölmiðlamaður) sé að koma með afdráttarlausar fullyrðingar um mál sem hann veit ekkert um og hefur ekki nennt að kynna sér?

Lokað er á athugasemdir.