Á fimmtudaginn keypti ég mér skrifborð og er nú í óða önn við að skipuleggja þetta svæði mitt. Ahh. Hef ekki átt almennilegt skrifborð í eitt og hálft ár. Það er voðalega notalegt að hafa sitt eigið pláss. Eygló er líka mjög glöð því þetta þýðir að stofan losnar undan draslinu mínu, að mestu. Skipulagið er ekki alveg orðið frábært. Eina skúffan í skrifborðinu hefur það hlutverk að geyma ósorteraða pappíra. Ég er búinn að koma fyrir hátölurum hérna inni þannig að ég get spilað tónlist úr tölvunni. Indælt.
2 thoughts on “Skrifborð”
Lokað er á athugasemdir.
Er það sænskt skrifborð?
Nei, danskt. Ég fjárfesti hins vegar í garðstólum og borði nú rétt í þessum sem mætti mála gul og blá.